Kosningarnar hér í Eyjum síðustu helgi fóru nákvæmlega eins og ég spáði fyrir um, og það nánast upp á atkvæði og í sjálfu sér er lítið um þau að segja. Á landsvísu eignuðumst við Frjálslynd tvo bæjarfulltrúa, en áttum engan fyrir og erum því nokkuð sátt. Varðandi þá hugmynd okkar að skila auðu eða hundsa þessar kosningar, þá er ég kannski fyrst og fremst ánægður með það, hversu margir höfðu samband við mig og lýstu yfir stuðningi við okkur Frjálslynd, en sjálfur mætti ég ekki á kjörstað.