Fiskidagurinn mikli var haldinn hátíðlegur um helgina og talið er að um þrjátíu þúsund manns hafi heimsótt Dalvík heim þessa daga. Grímur Gíslason kokkur var á staðnum ásamt starfsfólki sínu sem reiddi fram gómsæta rétti ofan í landann enda enginn svikinn af framleiðslunni og Grímur kokkur orðið þekkt vörumerki hér á landi.