�?Við bæjarfulltrúar V-listans höfðum óskað eftir fundi með ráðherra. Reyndar bárum við upp tillögu um það í bæjarstjórn að hún fundaði með nýjum samgönguráðherra sem var samþykkt samhljóða. Um helgina fengum við svo skilaboð um að Kristján vildi hitta okkur á mánudaginn. �?g frestaði för heim og ætlaði Guðlaugur Friðþórsson að koma með mér á fundinn. �?að var ófært um morguninn þannig að ég var eini bæjarfulltrúinn en Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, kom með mér á fundinn. Við ræddum stöðuna í samgöngum Eyjanna í nútíð og framtíð, ekki síst nútíð,�? sagði Páll.
Hann sagði að Kristján skynjaði mjög vel stöðu Vestmannaeyja sem útgerðarbæjar enda frá Siglufirði sem ætti sömu varnarbaráttunni. �?Maður fann fyrir jákvæðum straumum og skilningi og Kristján hefur áhuga á málefnum okkar,�? sagði Páll og vonast hann til að fundurinn eigi eftir að skila einhverju í samgöngumálum Vestmannaeyja.
Væntir hann þess líka að þessi fundur sé góður grunnur að fundi bæjarstjórnar með Kristjáni sem samþykkt var að óska eftir.




















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.