Kristján hefur áhuga á málefnum okkar
12. júní, 2007

�?Við bæjarfulltrúar V-listans höfðum óskað eftir fundi með ráðherra. Reyndar bárum við upp tillögu um það í bæjarstjórn að hún fundaði með nýjum samgönguráðherra sem var samþykkt samhljóða. Um helgina fengum við svo skilaboð um að Kristján vildi hitta okkur á mánudaginn. �?g frestaði för heim og ætlaði Guðlaugur Friðþórsson að koma með mér á fundinn. �?að var ófært um morguninn þannig að ég var eini bæjarfulltrúinn en Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og formaður þingflokks Samfylkingarinnar, kom með mér á fundinn. Við ræddum stöðuna í samgöngum Eyjanna í nútíð og framtíð, ekki síst nútíð,�? sagði Páll.
Hann sagði að Kristján skynjaði mjög vel stöðu Vestmannaeyja sem útgerðarbæjar enda frá Siglufirði sem ætti sömu varnarbaráttunni. �?Maður fann fyrir jákvæðum straumum og skilningi og Kristján hefur áhuga á málefnum okkar,�? sagði Páll og vonast hann til að fundurinn eigi eftir að skila einhverju í samgöngumálum Vestmannaeyja.
Væntir hann þess líka að þessi fundur sé góður grunnur að fundi bæjarstjórnar með Kristjáni sem samþykkt var að óska eftir.

Skoða blaðið á netinu
Forsida 12 Tbl 2024
12. tbl. 2024
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst