Íslandsmótinu í höggleik í golfi lauk á golfvellinum í Vestmannaeyjum í kvöld. Óhætt er að segja að spennustigið hafi verið hátt, bæði í karla- og kvennakeppni og í raun hefur sjaldan eða aldrei verið jafn mikil spenna í báðum flokkum. Tvöfaldan bráðabana þurfti í báðum flokkum en sigurvegarar urðu Helena Árnadóttir, GR og Kristján Þór Einarsson, GKj en Kristján á ættir að rekja til Vestmannaeyja og dvaldi hér mikið á sínum yngri árum.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst