Kristófer Gautason, úr Grunnskóla Vestmannaeyja, varð í dag Íslandsmeistari í skólaskák. Kristófer keppti í flokki barna í 1.-7. bekk og endaði með tíu vinninga af ellefu mögulegum. Þetta er jafnframt í fyrsta sinn sem Vestmannaeyingur vinnur Íslandsmeistaratitil á Landsmótinu í skólaskák. Tveir aðrir Eyjapeyjar tóku þátt í mótinu en í eldri flokki endaði Nökkvi Sverrisson í 5. sæti og Daði Steinn Jónsson varð í 8. sæti.