Síðastliðna helgi fór fram fyrsta torfærukeppni sumarsins á Hellu, Sindratorfæran. Keppnin er haldin á vegum Flugbjörgunarsveitarinnar á Hellu og Torfæruklúbb Suðurlands. Rúmlega 2500 manns mættu í blíðskapar veðri, til þess að bera 26 keppendur augum. Eknar voru tólf brautir, þar á meðal áin og mýrin. Einn af keppendum mótsins var eyjapeyjinn Guðni Grímsson. Guðni stóð sig með stakri prýði og endaði í 7. sæti. ,,�?etta er meira en Íslandsmót því þarna er keppt um heimsmeistaratitilinn í torfæru auk þess að keppnin gefur stig í Íslandsmótinu�?� sagði Guðni í samtali við Eyjafréttir fyrir mótið. ,,�?að er meira en að segja það að gera út bíl í torfærukeppni, í allt eru þetta 15-20 manns í kringum Kubbinn í ár, allt Eyjamenn.�?� �?etta var fyrsta árið sem Guðni keppti einn, en vanaleg skiptast hann og Magnús Sigurðsson á að keyra Kubb, en Magnús var erlendis meðan á keppninni stóð. �?eir félagar stefna á keppnisferð til Bandaríkjanna núna í haust og eru 18 bílar skráðir í þá ferð. Við óskum Guðna til hamingju með flottan árangur.