Kvennahlaup ÍSÍ fer fram í Vestmannaeyjum um sjómannadagshelgina laugardaginn 4. júní næstkomandi. Hefðbundið snið verður á hlaupinu, þar sem hittst verður fyrir framan Íþróttamiðstöðina í upphitum og verða nokkrar hlaupaleiðir í boði sem auglýstar verða þegar nær dregur. UMFÍ – Frjálsar íþróttir í Vestmannaeyjum sjá um skipulagningu og utanumhald á hlaupinu og munu iðkendur félagsins selja boli í vikunni.