Á vef Vestmannaeyjabæjar eru í dag kynntar skipulagsáætlanir vegna listaverks Ólafs Elíassonar í tilefni 50 ára gosloka afmælis.
Bæjarstjórn Vestmannaeyja samþykkti þann 6. nóvember 2024 að kynna á vinnslustigi tillögu að breyttu Aðalskipulagi Vestmannaeyja 2015-2035, umhverfisskýrslu og tillögu að nýju deiliskipulagi vegna listaverks eftir Ólafs Elíassonar í tilefni að 50 ára gosloka afmælis. Skipulagstillögurnar eru kynntar skv. skipulagslögum nr. 123/2010.
Listaverkið samanstendur af tveimur, að því er virðist, sjálfstæðum hlutum: litlu skjóli, eða skála, og göngustíg sem liggur upp og niður hlíðar Eldfell. Útsýnis punktur staðsettur í miðju skálans býður upp á ákveðið sjónarhorn til að skoða verkið í heild sinni. Frá þessum útsýnis punkti mætast hringlaga göngustígur fjallsins og þak skálans og mynda fullkominn hring um Eldfellsgíginn. Þessi sjónrænu áhrif nást með myndleysi (anamorphosis), gömlu sjónarhornsbragð þar sem ílangt form virðist öðruvísi þegar það er skoðað frá ákveðnu sjónarhorni.
Listaverkið dregur fram tvær mikilvægustu dagsetningum eldgossins: 23. janúar, daginn sem eldgosið hófst og 3. júlí, daginn sem lokum eldgossins og sigri yfir hrauninu var lýst yfir. Sýndarhringurinn sem umlykur norður hlið fjallsins gefur til kynna suður átt og rammar inn sólina á hæsta punkti 23. janúar. Hvolft loft skálans er með röð af hringlaga holum sem fylgja feril sólarinnar 3. júlí.
Tillaga að breyttu aðalskipulagi gerir ráð fyrir að skilmálum landnotkunarreita óbyggðs svæðis ÓB-3 og hverfisverndarsvæðis H-9 er breytt til að gera ráð fyrir nýjum gönguleiðum og útsýnisstað. Í tillögu að deiliskipulagi er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á Eldfellshrauni þar sem horft er í átt til Eldfells auk tröppulögðum 1,5-2,5 breiðum göngustíg frá hrauninu og á topp Eldfells sem myndar hringlaga form séð frá útsýnisstaðnum. Deiliskipulag gerir einnig ráð fyrir bílastæðum, göngustígum og áningarstöðum auk frekari verndun hraunsins.
Skipulagsfulltrúi býður íbúa velkomna til samtals á opnu húsi þann 26.-28. nóvember 2024 milli klukkan 10-12 eða skv. samkomulagi.
Skipulagsgögn verða til sýnis í Ráðhúsi Vestmannaeyja að Kirkjuvegi 50, á skipulagvefsjá sveitarfélagsins og á skipulagsgátt Skipulagsstofnunar . Ábendingum og athugasemdum við tillöguna þarf að skila skriflega eigi síðar en 11. desember 2024 í afgreiðslu Ráðhúss eða í gegnum skipulagsgátt, segir í frétt á vefsíðu bæjaryfirvalda.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst