Kynntir sem frummælendur að þeim forspurðum
20. júní, 2007

�?Á fundinum erum við, oddvitar meirihlutans í Árborg, Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri, Jón Hjartarson forseti bæjarstjórnar og �?orvaldur Guðmundsson formaður bæjarráðs, kynnt sem frummælendur fundarins. �?etta er gert án samráðs við okkur. Fundartími, fundarefni og/eða aðrir frummælendur voru ekki kynntir oddvitum bæjarstjórnar áður en auglýsingin var send út,�? segja þau.

Enn fremur segja þau það afar óeðlilegt og ófaglegt af forsvarsmönnum Miðbæjarfélagsins að kynna tillögu að deiliskipulagi miðbæjarins án þátttöku hönnuða hennar. �?á sé rétt að benda á að engum af höfundum tillögunnar er boðið að taka þátt í fundinum.

�?Bæjarstjórn Árborgar hefur unnið faglega að deiliskipulagstillögu miðbæjar Selfoss og hefur meðal annars haldið tvo opna kynningarfundi, nú síðast í byrjun júní. Fundarboðendum hefur verið gerð grein fyrir því að undirrituð verði öll fjarverandi n.k. fimmtudagskvöld og munu því ekki geta mætt til fundarins. �?eim hefur jafnframt verið gerð grein fyrir því að bæjarfulltrúar meirihlutans mæta fúslega til fundar um málefni miðbæjarins sé til hans boðað með eðlilegum fyrirvara og undirbúningi,�? segir í lokaorðum yfirlýsingarinnar sem Ragnheiður Hergeirsdóttir bæjarstjóri, Jón Hjartarson forseti bæjarstjórnar og �?orvaldur Guðmundsson formaður bæjarráðs skrifa undir.

Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst