Við vitum að öll él styttir upp um síðir. Á eftir vetri kemur vorið. En það tekur á að bíða og biðin getur verið dýr. Árferðið hefur verið hörkulegt síðustu misserin og margir hafa hreinlega gefist upp; eru fluttir úr landi eða á leið úr landi. Atvinnuleysið er ennþá of mikið og efnahagsástandið hefur oft verið betra, svo vægt sé til orða tekið. Vextir eru allt of háir, leiðréttingar á skuldum heimila og fyrirtækja hafa ekki verið nógu árangursríkar og við erum enn með verðtryggingu og gjaldeyrishöft.