Vélstjórinn Ágúst Halldórsson er kannski ekki þekktasti lagasmiður Vestmannaeyja en lag hans Togaravals hefur fengið á fjórða hundrað spilanir á youtube til þessa og á mikið inni. �?etta efnilega Eyjalag, sem m.a. var spilað í útvarpsþættinum �?magíó-Brothers á Gufunni, er eflaust eitt af fjölmörgum lögum sem skúffuskáld Vestmannaeyja hafa gefið frá sér en fengið lítil viðbrögð við. Að gefnu tilefni hvetjum við alla þá sem vita um álíka faldar perlur að hafa samband við Eyjafréttir.