Samkvæmt heimildum Eyjafrétta hafa skipstjórnendur Herjólfs, í samráði við Eimskip, lagt það til að Landeyjahöfn verði lokað þar til að aðstæður við höfnina lagist. Fundur um tillöguna stendur nú yfir en ekki hefur náðst í fulltrúa Eimskips eða Siglingastofnunar. Dýpi við hafnarmynnið minnkaði um heila tvo metra á aðeins einum sólarhring í vikubyrjun en dýpkunarskipið Perlan byrjaði að dæla í morgun.