Landeyjahöfn opnar að nýju síðdegis í dag en ekki hefur verið siglt í höfnina síðan á miðvikudag í síðustu viku. Herjólfur er nú rétt ókominn frá Þorlákshöfn en þangað sigldi hann í morgun. Klukkan 17:00 í dag verður siglt til Landeyjahafnar og síðan samkvæmt áætlun. Í tilkynningu frá Eimskip segir að veðurútlit sé gott fyrir Landeyjahöfn næstu daga.