Ekki mun takast að opna Landeyjarhöfn fyrir helgi. Sanddæluskipið Skandia vann við dýpkun hafnarinnar fram yfir hádegi í dag, en neyddist til að hætta dælingu vegna vaxandi ölduhæðar. „Við leggjum alla áherslu á að opna höfnina svo að það sé hægt að nýta þessa góðu samgöngubót, en við ráðum ekki við veðrið,“ sagði Guðjón Egilsson, hjá Íslenska gámafélaginu sem gerir Skandia út.