Árlega á Sjómannadaginn veitir Slysavarnafélagið Landsbjörg viðurkenningu til áhafna sem sótt hafa námskeið hjá Slysavarnaskóla sjómanna og hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund að mati kennara skólans. Viðurkenningin er farandbikar sem afhentur er til varðveislu um borð í viðkomandi skipi í eitt ár ásamt veggskildi til eignar.