�?etta eru mjög ánægjuleg tíðindi svo ekki sé meira sagt og verður mikil lyftistöng og hvatning fyrir íþróttafólk í Árborg að fá stórhátíð á borð við Landsmót UMFÍ hingað heim.
Í samræmi við samþykkt bæjaryfirvalda í Árborg frá því fyrr í vetur mun fyrir mótið 2012 verða byggður nýr keppnisvöllur fyrir frjálsar íþróttir í sveitarfélaginu. �?tla má að þúsundir gesta muni leggja leið sína á Landsmótið á Selfossi árið 2012. 25. Landsmót UMFÍ verður í Kópavogi nú í sumar og 26. Landsmót UMFÍ á Akureyri árið 2009.
Af arborg.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst