Landsvirkjun þarf pólitíska eigendastefnu
9. nóvember, 2015
Markmið raforkulaga er að stuðla að þjóðhagslega hagkvæmu raforkukerfi og efla þannig atvinnulíf og byggð í landinu. Undir þau lög fellur m.a. starfsemi ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar sem er eign þjóðarinnar. Stjórnendur Landsvirkjunar stærsta orkufyrirtækis landsins einblína á aukna arðsemi fyrirtækisins eins og það sé eyja í hagkerfinu. Með tilvísun í stefnumið stjórnenda Landsvirkjunar er eins og að heildarhagsmunir þjóðarbúsins sé ekki hafðir að leiðarljósi og það er eins og gleymst hafi að meta langtímasamstarf við trausta viðskiptavini sem hafa skapað Landsvirkjun og samfélaginu gríðarleg verðmæti á umliðnum árum. �?annig huga þeir minna af því hvort starfsemi Landsvirkjunar auki útflutningstekjur eða stuðli að hagvexti í landinu og virðisauki raforkunnar skapi fjölbreytt og vel launuð störf.

Gæluverkefni og hækkun raforku til heimila.
Rekstur Landsvirkjunar er um margt eins og hvert annað einkafyrirtæki. Fyrrnefnd áhersla á arðsemi án tillits til heildarhagsmuna þjóðarinnar er ekki stefna sem er mér að skapi. Sú stefna birtist m.a. í miklum þunga sem stjórnendur fyrirtækisins leggja í lagningu hugsanlegs raforkusæstrengs til Bretlands. Ekki verður séð af lögum um Landsvirkjun að fyrirtækið eigi að einbeita sér að erlendum raforkumarkaði, nema síður sé. Stórir viðskiptavinir í landinu eru skertir um raforku og ótrygg orka hækkar upp úr öllu valdi á meðaner umræða um að selja orkuna úr landi.
�?að er stórpólitísk ákvörðun ef ráðist verður í lagningu raforkusæstrengs til Englands. �?að er því mikilvægt að meirihluti sé fyrir því á Alþingi að sú stefnubreyting á starfsemi Landsvirkjunar að selja íslenska orku úr landi eins og hverja aðra óunna hrávöru liggi fyrir áður en lengra verður haldið. Hvernig samrýmdist það hlutverki fyrirtækisins og íslenskum lögum? �?etta er kannski sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að lagning sæstrengs myndi hækka orkuverð til heimilanna og atvinnulífsins í landinu verulega og snerta þannig beint afkomu heimilanna og atvinnulífsins. �?á er ljóst að virkja yrði ígildi tveggja Káraknjúkavirkjana til þess að nægt framboð orku væri til staðar til að standa undir fjárfestingu og kostnaði við rekstur sæstrengs. Íslendingar yrðu mjög háðir einum stórum orkukaupenda í marga áratugi en myndu samt aðeins fullnægja broti af heildarþörfum hans, þannig að samningsstaðan væri mjög kaupanda í vil. �?á er þeirri spurningu ósvarað hvort skynsamlegt sé að færa virðisaukann af endurnýjanlegum íslenskum náttúruauðlindum í hendur þjóðar sem hefur ekki hikað við að send herskip á hendur Íslendingum þegar deilt er um nýtingu auðlinda og sett á okkur hryðjuverkalög sem enn svíður undan. �?etta er eins og að senda fiskin okkar óunnin á erlenda markaði og kippa fótunum undan allri landvinnslu. Engum dettur slíkt í hug.
Svo til undantekningarlaust hefur fyrrnefndur sæstrengur verið til umfjöllunar á aðalfundum Landsvirkjunar mörg undanfarin ár. Breskir hagsmunaðilar hafa ítrekað verið fengnir til landsins að frumkvæði Landsvirkjunar með það að markmiði að selja eigendanum hugmyndina. Jafnvel hefur verið gengið svo langt að beita stjórnvöld þrýstingi með síbylju áróðurspenna sem vonandi eru ekki kostaðir af Landsvirkjun. Fyrirspurn minni til iðnaðarráðherra um kostnað Landsvirkjunar vegna sæstrengs var svarað af Landsvirkjun með þeim hætti að Alþingi er hunsað í svörum en spurt var um ferða- og ráðgjafakostnað vegna verkefnisins, en Landsvirkjun bar fyrir sig viðskiptaleynd vegna þessa kostnaðar.
Höfum kjark í umræðuna.
Raforkulögum hér á landi var breytt með það að markmiði að koma á samkeppni í orkumálum í samræmi við orkumálatilskipun ESB. �?g velti fyrir mér hvort það hafi raungerst og ég spyr hvort skerpa megi á samkeppni á íslenskum raforkumarkaði til hagsbóta fyrir neytendur og þjóðarbúið í heild? Er Landsvirkjun orðin of stór fyrir íslenskan markað og gæti það verið skoðunarvert að skipta fyrirtækinu upp? �?g vil í því sambandi taka skýrt fram að ég er algjörlega á móti sölu eða einkavæðingu Landsvirkjunar að hluta til eða öllu en fyrirtækið er ekki hafði yfir umræðu hvert beri að stefna, þó ég hafi ekki öll svörin á reiðum höndum. Í þessu sambandi vil ég gera spurningu margra Sunnlendinga að minni þegar spurt er af hverju Landsvirkjun hafi ekki starfsstöð á Suðurlandi. �?ar eru framleidd meira en helmingur af þeirri raforku sem fyrirtækið framleiðir í landinu og ekki óeðlilegt að ríkisfyrirtæki með alla þessa framleiðslu hafi starfsstöð í vöggu raforkuframleiðslunnar á Suðurlandi. Slíka breytingu mætti gera á 10-20 árum með markvissri framtíðarsýn sem hefði það að markmiði að styrkja bæði starfsemina og atvinnulífið á Suðurlandi og auka gegnsæi rekstrareininga.
Setjum skýra stefnu strax!
�?að er í verkahring stjórnvalda að móta framtíðarstefnu Landsvirkjunar og nýtingu íslenskra auðlinda og slá ramma um starfsemi fyrirtækisins, fyrir stjórn og forstjóra að fara eftir. �?að er því mikilvægt að umræða um skýra eigendastefna ríkisins um Landsvirkjun fari fram en lög um opinber fjármál gera ráð fyrir því að svo sé. Mikil umsvif fyrirtækisins og markaðsráðandi staða á samkeppnislausum orkumarkaði gefa enn frekara tilefni til skýrrar stefnumótunar eigandans. �?að er því mikilvægt að Alþingi sem ber pólitíska ábyrgð á stefnu fyrirtækisins, marki þá stefnu fyrir stjórnendur Landsvirkjunar sem þeir fylgja eftir til framtíðar. �?ar verði hafðir að leiðarljósi heildarhagsmunir þjóðarinnar og virðisauki raforkunnar verði til þess að skapa gjaldeyrisskapandi atvinnulíf í landinu sem er grundvöllur að fjölbreyttum og vel launuðum störfum í sveitarfélögunum. �?að er mikilvægt að Alþingi marki þá stefnu sem fyrst og hér er kallað eftir slíkri stefnumótun.
Ásmundur Friðriksson alþingismaður.
Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst