Nú eru tvær umferðir eftir í Lengjudeild karla og eru strákarnir staðráðnir í að tryggja sér sæti í deild þeirra bestu og stefna því á sigur í dag þegar þeir mæta liði Grindavíkur í síðasta heimaleiknum. Eyjafréttir heyrðu í Hermanni Hreiðarssyni, þjálfara meistaraflokks karla.
Nú eru tvær umferðir eftir af mótinu og þið í efsta sætinu. Hvernig metur þú stöðuna?
„Við gætum ekki verið á betri stað, það er alveg á hreinu. Eins og bara alltaf þá er þetta algjörlega í okkar höndum og næsti leikur er bara stærsti leikurinn á tímabilinu og kemur okkur skrefi nær. En það er ekki spurning um að við þurfum að vinna þann leik,“ segir Hermann.
Leggið þið allt kapp á að losna við umspilið?
„Já, bara eðlilega þegar þú ert í efsta sæti og tvær umferðir eftir þá ert þú í lykilstöðu þannig að við leggjum bara kapp á það að vinna deildina, fyrst og fremst.“
Hvernig er staðan á og stemningin í leikmannahópnum?
„Hún er frábær. Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt sumar og frábærar frammistöður yfir heildina, þannig að við erum alveg kampakátir,“ segir Hermann.
Malað inn sigrum í sumar
„Við erum búnir að vera mjög stöðugir í sumar, bara heilt yfir, eða verið svona betri að því í flestum leikjunum allavega og eins og ég segi þá eru menn að njóta þess að spila. Smá brösug byrjun en svo erum við bara bara búnir að vera jafnt og þétt að mala inn sigrum þannig að við erum á eins góðum stað og við gætum verið.“
Nú er planið að leggja gervigras á Hásteinsvöll eftir tímabilið, veistu hvernig staðan er á því og hvernig líst þér á það?
„Mér líst bara mjög vel á þetta og þetta er algjörlega nauðsynlegt bara upp á að geta verið í ellefu manna bolta allt árið um kring, ekki bara nokkra mánuði. Líka bara fyrir alla, fyrir yngri flokka og alla þá er þetta rosalegt stökk fyrir okkur. Þá geta lið farið að koma og spila með okkur á veturnar líka og við þurfum ekki að ferðast í hvern einasta leik og allt sem fylgir því. Þannig að þetta verður algjör risa stökkpallur fyrir okkur, að fá gervigras, það er engin spurning,“ segir Hermann sem vonast til að sjá sem flesta í dag.
Ísfélagið býður og grillin tekin út
Blásið verður til veislu á Hásteinsvelli klukkan 13:00 með alvöru upphitun þar sem fýrað verður upp í grillinu. Flautað verður til leiks klukkan 14:00.
Ísfélagið býður öllum frítt á völlinn og eru bæjarbúar hvattir til að fjölmenna, mæta í hvítu og styðja strákana á lokametrunum.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Til að geta skoðað nánari upplýsingar þarftu að vera áskrifandi og vera skráður inn.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst