Félagslegar leiguíbúðir Vestmannaeyjabæjar voru til umfjöllunar hjá fjölskyldu- og tómstundaráði Vestmannaeyja í vikunni. Vestmannaeyjabær hefur yfir að ráða samtals 72 félagslegum leiguíbúðum en með félagsleg leiguhúsnæði er átt við almennt félagslegt leiguhúsnæði (21), húsnæði fyrir fatlað fólk (sértækt húsnæði (7) og húsnæði með stuðningi (3)), leiguhúsnæði fyrir aldraða (30) og þjónustuíbúðir aldraðra (11).
Fram kemur í fundargerð að biðlisti eftir íbúðum sveiflist nokkuð eftir framboði íbúða á almenna leigumarkaðinum. Úthlutun fer eftir reglum sveitarfélagsins um félagslegt leiguhúsnæði og umsóknir metnar út frá félag-, heilsufars- og fjárhagslegum forsendum umsækjanda. Samningur Vestmannaeyjabæjar um leigu á íbúðum við Vestmannabraut 58b rennur út innan árs og óskar framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs eftir heimild ráðsins til að framlengja leigusamningi við eigendur Vestmannabrautar 58b.
Í afgreiðslu ráðsins þakkar ráðið kynninguna og veitir framkvæmdastjóra heimild til að framlengja leigusamningi vegna Vestmannabrautar 58b.
Þessu tengt: Harma að Vestmannaeyjabær hafi ekki fest kaup á gamla sambýlinu
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst