Búið er að fresta viðureign Stjörnunnar og ÍBV í átta liða úrslitum í Coca Cola bikarkeppni kvenna í handknattleik sem fram átti að fara í Mýrinni í kvöld.
Mbl.is greindi frá.
Vegna veðurs komast Eyjakonur ekki upp á land og hefur leikurinn verið settur á annað kvöld. Leikmenn karlaliðs Selfyssinga eru veðurtepptir í Eyjum ásamt dómarafeðgunum Bjarka Bóassyni og Bóasi Berki Bóassyni en ÍBV og Selfoss áttust við í Olís-deild karla í gær þar sem feðgarnir dæmdu.
�?að fer því aðeins einn leikur fram í átta liða úrslitunum í kvöld en Grótta tekur á móti Selfossi á Setljarnarnesi klukkan 19.30.