Nú fer að styttast í fyrsta leik í Pepsi deildinni sem gleður alla fótboltaáhugamenn eflaust mikið, en ÍBV spilar sinn fyrsta leik næstkomandi sunnudag á móti ÍA á Hásteinsvelli. ÍBV strákarnir í meistarflokki karla hafa nú gert kynningarmyndbönd af leikmönnum liðsins fyrir keppnistímabilið 2016. Í dag er komið kynningu á hinum unga og efnilega Jonathan Barden.