Í kvöld klukkan 18:00 mun ÍBV mæta Breiðabliki á Kópavogsvellinum en Eyjastúlkur hafa farið einstaklega vel af stað í sumar og eru í efsta sæti eftir tvo 5:0 sigra í upphafi móts, fyrst gegn Þór/KA og síðan gegn Aftureldingu. Blikar hafa hins vegar ekki farið vel af stað og hafa sjaldan verið jafn neðarlega í töflunni í upphafi móts. Liðið er í sjötta sæti, hefur gert eitt jafntefli og tapað einum leik.