Karlalið ÍBV mætir í dag Stjörnunni í hörkuslag í 1. deild karla en leikurinn fer fram í Garðabæ. Eyjamenn höfðu betur í fyrri viðureign liðanna í Eyjum 21:18 en liðin sitja sem stendur í þriðja og fjórða sæti og skilur aðeins eitt stig liðin að. Eyjamenn eru nú þegar fjórum stigum á eftir toppliði Gróttu og því væri ekki verra að landa tveimur stigum í dag. Þeir Eyjamenn sem ekki eiga kost á því að sjá leikinn í Garðabænum geta huggað sig við það að leikurinn verður í beinni á netinu.