Vegna gífurlegs þrýstings frá fjölmiðlum, bæði innanlands en ekki síður utanlands, hefur verið ákveðið að hafa leik B-liðsins og ÍBV í 16 liða úrslitum Símabikarsins í beinni útsendingu á netinu. Vitað er að bæði BBC og Sky munu koma inn í beina útsendingu með fréttir af leiknum, og sömu sögu er að segja af þremur stærstu sjónvarpsstöðvum í Bandaríkjunum, ABC, CBS and NBC. Fyrir hina, má nálgast hlekkinn inn á útsendinguna hér að neðan.