ÍBV og Afturelding mættust í kvöld í Olísdeild karla. ÍBV leiddi í leikhléi 18 – 16, en afturelding náði að jafna um miðbik síðari hálfleiks 22-22. Jafnræði var með liðunum eftir það en Eyjaliðið komst tveimur mörkum yfir nokkrum sinnum. þegar skammt var eftir komst ÍBV í 35-33 en Afturelding skoraði tvö síðustu mörk leiksins og lauk honum með jafntefli, 35-35.
Hjá Eyjamönnum voru Daniel Esteves Vieira og Sigtryggur Daði Rúnarsson markahæstir með 8 mörk, Sveinn Jose Rivera skoraði 5, Gauti Gunnarsson og Dagur Arnarsson gerðu 4 mörk og Andrés Marel Sigurðsson 3. Petar Jokanovic varði 12 skot í markinu. ÍBV er eftir leiki kvöldsins í sjötta sæti með 19 stig en Afturelding er í því fjórða með 25 stig. Næst tekur við hjá báðum þessum liðum Final Four í Laugardalshöll. Þar mætir ÍBV Stjörnunni og Afturelding mætir Fram.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst