Knattspyrnudeild ÍBV tilkynnti í dag um að samið hafi verið við tvo leikmenn um að leika með liðinu í Bestudeildinni á komandi leiktíð. Annars vegar er það serbneski miðjumaður að nafni Milan Tomic sem kemur frá Vrsac sem leikur í næstefstu deild í Serbíu. Milan er 24 ára miðjumaður sem hefur leikið með nokkrum liðum í Serbíu og makedónska efstu deildarliðinu Brera. Hann hefur mest leikið sem varnarsinnaður miðjumaður á leiktíðinni en getur einnig leyst aðrar stöður í vörn og á miðjunni.
Þá hefur sænskur miðvörður að nafni Mattias Edeland gengið til liðs við félagið og skrifar hann undir tveggja ára samning. Mattias er 25 ára gamall og kemur til félagsins frá sænska liðinu IFK Stocksund sem leikur í þriðju efstu deild í Svíþjóð. Mattias kom til Stocksund frá Trosa-Vagnharad en áður hafði hann verið á mála hjá Huddinge IF. Hann hefur leikið nánast hverja einustu mínútu hjá Stocksund á leiktíðinni og þótt standa sig vel. Þá segir í tilkynningunni að knattspyrnuráð bjóði báða þessa leikmenn velkomna til félagsins.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst