Í dag fóru fram fyrstu leikirnir á Orkumótinu og var mikið fjör þegar blaðamaður Eyjafrétta leit við á �?órsvöllinn upp úr hádegi. Peyjarnir gera þó margt annað þá daga sem þeir dvelja hér í Eyjum og hitti Halldór B. Halldórsson þessa efnilegu stráka í sprönguni eins og meðfylgjandi myndir sína. Eftir kvöldmat gengu strákarnir prúðbúnir í skrúðgöngu frá Barnaskóla að Týsvellinum þar sem ræður, flugeldasýning og kapphlaup fór fram.