Pæjumót ÍBV og TM sem fer fram í Vestmannaeyjum þessa dagana gengur eins og í sögu. Reyndar voru einhver vandræði á tjaldstæðinu við Þórsheimilið bæði í gær og í nótt þar sem vindstrengurinn varð hvað mestur og þurfti m.a. lögregla og félagar í Björgunarfélagi Vestmannaeyja að aðstoða þá sem þar voru. En sjálft mótið gengir hins vegar vel, veðrið er hið ágætasta í Eyjum sól og blíða en dálítill vindur.