Lífeyrissjóður Vestmannaeyja er langtímafjárfestir og horfir til þess við stýringu á verðbréfaeign sinni. Horft er til þeirra kjara sem eru í boði hverju sinni að teknu tillits til áhættu. Sjóðurinn hefur sérstaka áhættustefnu samkvæmt lögum, sem er varfærin og hefur skilað okkur árangri til lengri tíma litið. Á þann máta eru hagsmunir sjóðfélaga best tryggðir. LSV er einn örfárra sjóða sem ekki skerti réttindi lífeyrisþega eftir hrun og af því erum við stolt af. Hrein nafnávöxtun sjóðsins var 10,05 % á árinu 2015. Hrein raunávöxtun sjóðsins m.v. neysluvísitölu varð því 7,97% á árinu.
Sjóðurinn ráðstafaði rúmum 6,2 milljörðum til verðbréfakaupa árið 2015. Fjárfest var í verðtryggðum skuldabréfum með ábyrgð ríkissjóðs, skuldabréfum sveitafélaga og fyrirtækja fyrir um 57% ráðstöfunarfjárins, en í innlendum og erlendum hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum innlendra og erlendra verðbréfasjóða fyrir um 43%. Hrein eign sjóðsins til greiðslu lífeyris nam alls kr. 45,4 milljörðum árslok. Á árinu hækkaði hún um rúma 4,2 milljarða, eða 10,3%. Verðbréf með breytilegum tekjum voru um 53% og verðbréf með föstum tekjum 47%.
Af fjárfestingum sjóðsins voru 69% þeirra í íslenskum krónum og 31% í erlendum gjaldmiðlum. Gengi íslensku krónunnar styrktist 2015 um 7,18% gagnvart erlendum gjaldmiðlum á árinu. Erlendar eignir má engu að síður telja eina af meginstoðunum í eignasafni sjóðsins og hafa reynst okkur hvað best til lengri tíma litið.
Gjaldeyrishöft gera lífeyrissjóðum erfitt um vik og hafa veruleg áhrif á möguleika sjóðanna til fjárfestinga og áhættudreifingar.
Tryggingafræðileg staða hefur batnað líkt og undanfarin ár og engin ástæða er til að skerða lífeyrisréttindi sjóðsfélaga