Lindex til Eyja?
Albert Þór Magnússon og Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir

Eyjafréttir fengu veður af því að forsvarsmenn Lindex hefðu verið að kanna möguleikann á því að opna verslun í Vestmannaeyjum, en verslunin nýtur mikilla vinsælda um allt land.

Eyjafréttir settu sig í samband við Albert Þór Magnússon sem rekur Lindex á Íslandi, ásamt konu sinni Lóu Dagbjörtu Kristjánsdóttur, og spurðu hann fregna. „Já, það er rétt að um þónokkurt skeið höfum við verið að skoða möguleikann á að opna verslun í Vestmannaeyjum af fullri alvöru,” segir Albert og bætir við að það hafi verið mikil kveikja að Eyjamenn hafi verið duglegir að hafa samband við verslunina í gegnum þeirra miðla og í gegnum fólk sem tengist Lindex. Þá segir Albert að netverslun Lindex.is hafa verið vel sótta af frábærum viðskiptavinum úr Eyjum sem hefur haft sitt að segja hvers vegna þau vilji taka þetta skref.

Í húsnæðisleit
Aðspurður segir Albert það einnig rétt haft eftir blaðamanni Eyjafrétta að forsvarsmenn Lindex hafi verið í Eyjum fyrr í þessum mánuði til þess að leita að hentugu húsnæði. „Það er skemmst frá að segja að við höfum ekki haft erindi sem erfiði og því ekki enn fundið húsnæðið sem hentar, en til að verslunin sé öllum til sóma erum við að leita að 250-300 m2 í miðbænum þannig að hægt sé að bjóða upp á sömu upplifun og gerist annars staðar á landinu eins og í vel sóttum verslunum okkar á Akranesi, Suðurnesjum og nú síðast á Egilsstöðum.”

Albert segir að leitinni verði haldið áfram og að þau séu opin fyrir því að skoða allt sem býðst geti það nýst versluninni.

Meðfylgjandi eru myndir af opnuninni á Egilsstöðum en opnunin fór fram úr björtustu vonum forsvarsmanna.

Nýjustu fréttir

„Fínasti vertíðarfiskur”
Kallað eftir hugmyndum fyrir Goslokahátíð 2026
Ein ferð í Landeyjahöfn
Heilsurækt við Íþróttamiðstöðina boðin út á ný eftir kærumál
Góður mánudagur sem varð enn betri!
Fimm skip til loðnuleitar
Löndun Breka VE í Grundarfirði – flókið verkefni og fumlaus vinnubrögð
Gong slökun, endurstilling í hraða nútímans
Eyjafréttir
Friðhelgisyfirlýsing

Þessi vefsíða notar fótspor til að við getum veitt þér bestu notendaupplifun. Upplýsingar um fótspor eru geymdar í vafranum þínum og framkvæma aðgerðir eins og að þekkja þig þegar þú kemur aftur á vefsíðu okkar og hjálpa teymi okkar að skilja hvaða hluta vefsíðunnar þér finnst áhugaverðast og gagnlegast.