Um helgina verður þess minnst að á sunnudaginn, 3. júlí, eru 38 ár frá því Heimaeyjargosinu lauk en það hófst 23. janúar 1973. Goslokahátíðin hefst í dag, fimmtudag, og stendur fram á sunnudag. Eins og áður er boðið upp á fjölbreytta dagskrá, listasýningar, tónlist, handverksmarkaði og upplestur.
Meðal atriða má nefna sýningu á verkum Sigmunds Jóhannssonar, tónleika Bjartmars og Bergrisanna, tónleika og upplestur á Vinaminni og tónleika þar sem þess er minnst að Oddgeir Kristjánsson, tónskáld, hefði orðið 100 ára í ár.