Herjólfur hóf siglingar í Landeyjahöfn seinni part þriðjudags en þá höfðu siglingar þangað legið niðri í viku eða frá því á mánudag. Það kom mörgum á óvart því veður var gott og ölduhæð lítil nær alla helgina og að því er virtist kjöraðstæður til siglinga þangað.