Veðurspáin hefur heldur betur breyst til hins betra undanfarna daga í byrjun vikunnar spáði rigningu um helgina. Nú skín hins vegar sólin skært í Eyjum enda er nánast heiðskýrt, hæg gola og hið besta sumarveður. Samkvæmt norsku veðursíðunni
Yr.no verður lítil sem engin úrkoma í Herjólfsdal um helgina. �?annig verður sól og blíða í dag, nánast logn og veðurstofa Eyjafrétta spáir því að hitastigið við tjörnina fari upp í rúmar 20 gráður. Á morgun verður skýjað og lítil sem engin úrkoma, einhverjir dropar gætu fallið en varla þannig að nokkur maður taki eftir því. Á sunnudaginn er svipaða sögu að segja af úrkomunni, nánast engin rigning en hins vegar hvessir þegar líður á daginn og er spáð 19 metrum á sekúndu um kvöldið.
Spá Veðurstofu Íslands er á svipuðum nótum. Spáin þar segir reyndar að það sé skýjað eins og er, en ef litið er út um gluggann kemur annað í ljós. Lítil sem engin rigning er í kortunum hjá Veðurstofunni, nema annað kvöld þegar það gæti rignt.
Dagskrá þjóðhátíðar hefst formlega klukkan 14:30 í dag með setningu og í kjölfarið tekur svo við barnadagskrá. Dagskráin í kvöld hefst svo með frumflutningi á �?jóðhátíðarlaginu 2014, Ljúft að vera til sem Jón Jónsson flytur. �?á ekur við atriði þar sem 100 ára afmælis Ása í Bæ er minnst en eftir það taka Kaleo við, þá Baggalútur og Páll �?skar þeytir skífum þar til brennan verður tendruð á Fjósakletti. Eftir miðnætti mun Skálmöld fá fólk til að fleygja flösu fyrir framan sviðið (hvað eru mörg f í því?) en um nóttina munu Friðrik Dór, MC Gauti og Páll �?skar halda uppi stuðinu á stóra sviðinu en Dans á Rósum og The Backstabbing Beatles verða á litla pallinum.