Þeir kalla sig GRM, sem stendur að sjálfsögðu fyrir Gylfi, Rúnar og Megas. Þetta magnaða tríó kemur til Eyja í dagð og heldur tónleika í Höllinni í kvöld. Án nokkurs vafa er þetta hvalreki fyrir tónlistarunnendur. Ólíkir tónlistarmenn, ekki spurning, en allir hafa þeir notið mikilla vinsælda og eiga feiri tugi vinsælla laga, sem þeir hafa bæði sjálfir flutt og samið fyrir aðra.