Það var mikill erill á lögreglustöðinni sl. föstudag og laugardag vegna mikils öskufalls í Vestmannaeyjum og kom fólk við á stöðinni til að fá rykgrímur og hlífðargleraugu. Þá var töluvert um að fólk hringdi til að fá upplýsingar um hvað það ætti að gera vegna ástandsins. Eitt fíkniefnamál kom upp í vikunni sem leið en við komu Herjólfs til Vestmannaeyja að kvöldi 16. maí sl. var karlmaður á þrítugsaldri stöðvaður og við leit í farangri hans fundust ætluð fíkniefni.