�?egar lögreglan gerði upp vikuna 11 til 18 september síðastliðin á facebook síðu sinni byrjuðu þeir færsluna sína á að vikan hefði verið heldur róleg hjá þeim. Fyrir vikið fengu þeir mikil viðbrögð frá konum sem hvöttu þá til að nýta lausan tíma til að leysa eldri mál eða tala við fólk sem tengist málunum. Samkvæmt heimildum Eyjafrétta eru konurnar partur af aktivistarhóp á facebook.
Eyjafréttir höfðu samband við lögregluna og Tryggvi �?lafsson lögreglumaður svaraði
�??Lögreglan á erfitt með að gera sér grein fyrir því um rannsókn hvaða kynferðisbrots er verið að ræða í umfjöllun á facebook síðu lögreglunnar sem þú vitnar til. Fjölmörg kynferðisbrot eru til rannsóknar hjá lögreglunni í Vestmannaeyjum. Lögreglan kannast alls ekki við að draga það að kalla vitni í skýrslutöku enda mikilvægt að fá framburði allra inn í málin sem fyrst. Lögreglan bendir á að kynferðisbrot og heimilisofbeldi njóta forgangs í rannsókn fram yfir önnur brot og því fer fjarri að þeim sé seint og illa sinnt. Vert er að benda á að ef fólk hefur upplýsingar um vitni í málum sem eru til rannsóknar hjá lögreglu er nauðsynlegt að koma slíkum upplýsingum beint til lögreglu. Lögreglunni er ekki heimilt að svara opinberlega fyrir einstök mál sem eru í rannsókn og getur því ekki svarað athugasemdum og umsögnum á facebook síðu sinni þrátt fyrir að þær eigi ekki við rök að styðjast.�??