Lögreglumenn eru sífellt að nema í starfi sínu
29. mars, 2022

Starf lögreglunnar er fjölbreytt og má með sanni segja að engir tveir dagar eru eins. Fjölbreytileiki í starfi lögreglumannsins getur verið allt frá eftirliti í umferð til stærri aðgerða þar sem rannsaka þarf vettvang ítarlega.

Lögreglumenn eru sífellt að nema í starfi sínu og verður það seint talið að lögreglumenn geta orðið fullnuma í starfi sínu en með því háskólanámi sem í boði er hjá Háskólanum á Akureyri hefur verið myndaður farvegur til að styrkja það nám sem áður var kennt við Lögregluskóla ríkisins með því að fræða nemendur á Háskóla stigi. Þannig fá nemendur að læra inn á starfið með því að horfa á það út frá fræðunum. Námið er byggt upp þannig að lögfræði, félagsfræði og lögreglufræði fá ákveðinn samhljóm sem eflir lögreglumenn í því að móta starf þeirra út frá lögum, félagslegum tengslum og góðum samskiptum sem lögreglumenn nýta þá í starfi sínu til að geta átt auðveldara með að gæta almannaöryggis og halda uppi lögum og reglu.

Með þessa þekkingu að leiðarljósi finnur borgarinn og samfélagið allt hvernig lögreglan er traust stofnun sem vekur öryggi borgaranna.

Ég hóf nám í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn við Háskólann á Akureyri haustið 2018. Námið þar var bæði lærdómsríkt og fræðandi en á þeim tíma var ég starfandi sem héraðslögreglumaður við lögregluembættið á Suðurlandi og efldi námið starf mitt töluvert.

Ég hef ávallt talið starf lögreglumanna vera áhugavert, virðingarvert og spennandi. Áður en ég hóf störf sem lögreglumaður hafði ég aðallega unnið með börnum og ungmennum bæði í skóla- og frístundarstarfi. Þegar mig langaði að skipta alveg um starfsvettvang var ég hvattur til að reyna fyrir mér í löggæslustarfi, lá starfið máske fyrir mér þar sem faðir minn og bróðir höfðu báðir starfað innan þess geira.

Eins og ég skrifaði hér að ofan þá er starfið fjölbreytt en ekki síður er það skemmtilegt og tel ég að starfið þroski þann sem starfar sem lögreglumaður. Ekki bara sem starfskraft heldur einnig sem manneskju. Innan lögreglunnar gefst nefnilega farvegur til að eiga í samskiptum við borgaranna og mynda tengsl innan þess samfélags sem maður starfar í.

Ég vil því hvetja alla sem náð hafa 20 ára aldri til að sækja um til að starfa í lögreglunni því slík reynsla göfgar manninn í samskiptum, virðingu og í að kynnast sínu nær umhverfi og því frábæra fólki sem þar býr.

Allir þeir sem ég hef starfað með innan lögreglunnar og hafa ekki hlotið menntun hafa alltaf á einhverjum tímapunkti tjáð mér að þeir myndu vilja mennta sig í lögreglufræðum og að ástæðan sé ávallt sú að starfið sé fjölbreytt og skemmtilegt. Ekki skemmir fyrir að maður fær tækifæri til að kynnast fólki í sínu samfélagi og fær að hjálpa öðrum.

Ég vil því hvetja þig sem hefur áhuga á að starfa sem lögreglumaður að sækja um í lögreglufræðum fyrir verðandi lögreglumenn hjá Háskólanum á Akureyri og öðlast innsýn inn í það göfuga starf sem lögreglumenn sinna.

Opið er fyrir umsóknir í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri til 31. mars. Kynntu þér málið á www.menntaseturlogreglu.is

Símon Geir Geirsson,
lögreglumaður hjá lögreglunni í
Vestmannaeyjum

Facebook
X
LinkedIn
Pinterest
Reddit
Email
Print
Skoða blaðið á netinu
4. tbl. 2025
4. tbl. 2025

NÝBURAR

76e2af77 02d9 48eb B73a 24c32e2403ac
4. janúar 2025
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Katrín Rós Óðinsdóttir og Sæþór Örn Garðarsson.

NÝBURAR

Drengur
3. desember 2024
Drengur
Kaupmannahöfn
Selma Jónsdóttir og Matthías Óskarsson

NÝBURAR

Drengursnorrason
23. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Svanhildur Eiríksdóttir og Sindri Sigfússon

NÝBURAR

Lovisu
8. október 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Lovísa Jóhannsdóttir og Jökull Andri Sigurðsson

NÝBURAR

462560821 8781643355208571 772013136079801246 N
17. október 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Aníta Björk Friðriksdóttir og Sigurbjörn Þórður Árnason.

NÝBURAR

Tandri
13. september 2024
Drengur
Hsu, Vestmannaeyjum.
Dagur Arnarsson og Svava Tara Ólafsdóttir.

NÝBURAR

Bfec0ecf E4f8 466a 89f9 94c607ba1ec5
24. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Óskar Elías Zoega Óskarsson og Díana Ólafsdóttir

NÝBURAR

Natan Orn
14. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík.
Þórey Lúðvíksdóttir og Elías Skæringur Guðmundsson

NÝBURAR

F4c5612c Ae8a 4d77 B83d C5f14f2007fe
26. september 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík.
Þorgeir Þór Friðgeirsdóttir og Elín Inga Halldórsdóttir

NÝBURAR

Moller
20. september 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
William Thomas Möller og Jenný Guðnadóttir.

NÝBURAR

E50c5f3f Ddd5 4ee2 8685 Dad7e0e417ad
2. ágúst 2024
Stúlka
Fæðingadeild HVE, Akranes
Sigurdís Egilsdóttir og Gunnlaugur Örn Guðjónsson

NÝBURAR

Drengur Hristov
2. ágúst 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Todor Hristov og Marta Möller

NÝBURAR

Nýburi
30. júlí 2024
Stúlka
Heimahúsi á Dalvík
Alexandra Ósk Gunnarsdóttir og Brynjar Ingi Óðinsson

NÝBURAR

Nýfædd stúlka.
4. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Theodóra Ágústsdóttir & Carlos Guani

NÝBURAR

IMG 3174
15. júlí 2024
Drengur
Balingen, Þýskalandi
Sandra Erlingsdóttir og Daníel Þór Ingason

NÝBURAR

tryggvason
30. júní 2024
Drengur
Reykjavík
Tryggvi Stein Ágústsson og Guðný Erla Guðnadóttir

NÝBURAR

nyburar
4. júlí 2024
Drengur
Reykjavík
María Rós Sigurbjörnsdóttir og Bjarni Heimir Kristinsson

NÝBURAR

jon
20. júní 2024
Drengur
Landspítalinn, Reykjavík
Logi Snædal Jónsson og Svala Björk Hólmgeirsdóttir

NÝBURAR

Admin Ajax
10. júlí 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Unnur Birna Hallgrímsdóttir og Guðmundur Sundström

NÝBURAR

IMG 2282 940x940
29. júní 2024
Stúlka
Landspítalinn, Reykjavík
Petrúnella Aðalheiður Kristjánsdóttir og Felix Örn Friðriksson
Mest lesið
viðburðir
Ársþing ÍBV
13. maí 2025
20:00
Ársþing ÍBV
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst