Kæru Vestmanneyingar og gestir, eftirfarandi breytingar verða gerðar á umferð í Vestmannaeyjum á meðan á þjóðhátíð stendur. Hámarkshraði á Dalvegi er 15 km/klst og framúrakstur bannaður. Hámarkshraði á Hamarsvegi er 30 km/klst.
Biðskylda er Hamarsvegi við Dalveg vegna umferðar um dalinn frá kl. 13.00 á föstudag 29.07.16 til mánudagsins 01.08.16 kl. 13.00. …
Umferð um Dalveg er einungis leyfð til að skila fólki og sækja. Bifreiðastöður eru einungis heimilar á sérmerktum bifreiðastæðum, búast má við að bifreiðar sem er lagt andstætt banni þessu verði fjarlægðar og teknar í vörslu lögreglu á kostnað eiganda.
Fólki er bent á að nota göngustíginn inn í dal og upplýsta gangbraut frá göngustíg til að komast yfir Dalveg að bifreiðastæðum.
Tangagata verður lokuð fyrir akstri ökutækja vegna Húkkaraballs frá Skildingavegi að vestan, að Skólavegi að austan. �?á verður lokað fyrir akstur á Básaskersbryggju frá bátaskýli Björgunarfélagsins upp að Tangagötu 28.-29. júlí frá kl. 23.30-06.00.
Á laugardag verður Vestmannabraut lokuð fyrir akstri ökutækja í austur frá Vestmannabraut 24 að Kirkjuvegi kl. 15.00-19.00. Laugardag og Sunnudag verður Bárustíg lokað fyrir bílaumferð frá Vestmannabraut niður að Vesturvegi kl. 11.00-20.00.
Lögreglan beinir því til ökumanna að aka varlega um helgina, mikið er af fólki í bænum, gangandi sem akandi. Lögregla mun sinna umferðareftirliti og er brýnt fyrir ökumönnum að virða umferðarreglur í hvívetna.
Með kveðju,
Páley Borgþórsdóttir
Lögreglustjóri í Vestmannaeyjum