Lokakvöld þjóðhátíðarinnar var tíðindamikið. Írska stjórstjarnan Ronan Keating steig á svið rétt fyrir tíu um kvöldið og skemmti á milli 14 og 15 þúsund gestum þjóðhátíðarinnar. Brekkusöngurinn var svo með heldur óvenjulegu sniði en hann var tvískiptur í ár og benti margt til þess að eitthvað hafi gengið á fyrir þennan hluta þjóðhátíðarinnar. Þannig áttu dansleikir að hefjast að miðnætti samkvæmt dagskrá, en hófust ekki fyrr en klukkan var langt gengin í eitt.