Um 350 manns sóttu fund um samgöngumál í Höllinni í kvöld. Framsögumenn komu frá Siglingastofnun, Eimskip, Sternu, Flugfélaginu Erni auk þess sem fulltrúi Vegagerðarinnar svaraði fyrirspurnum. Eftir framsögur var tekið við fyrirspurnum fundargesta en fyrirspurnirnar voru fjölmargar og fjölbreyttar. Ekki var annað að sjá en að fundargestir væru ánægðir með þær upplýsingar sem fengust á fundinum, þótt hann hefði ekki breytt neinu varðandi erfiðar samgöngur við Vestmannaeyjar.