Vestmannaeyjatogararnir Bergur VE og Vestmannaey VE lönduðu báðir sl. miðvikudag. Bergur í Vestmannaeyjum en Vestmannaey í Grindavík.
Jón Valgeirsson, skipstjóri á Bergi, segir í samtali við vef Síldarvinnslunnar að tveir síðustu túrar skipsins hafi gengið afar vel.
„Við lönduðum karfa sl. laugardag og vorum með fullfermi. Þá vorum við að veiðum við Eldey og á Fjöllunum. Það var haldið út á ný strax eftir löndun og farið á Víkina þar sem tekinn var þorskur. Síðan var farið í Sláturhúsið út af Hornafirði og tekin ýsa uns skipið var fullt. Segja má að þessir túrar hafi verið lúxustúrar. Það var góður afli og alger blíða. Í sannleika sagt er þetta bara tóm sæla og aldrei neitt bras. Ég geri ráð fyrir að haldið verði til veiða á ný í kvöld,“ segir Jón.
Þetta var fyrsta veiðiferð Vestmannaey eftir mánaðarlangt stopp og var haldið til karfaveiða. Síldarvinnslan ræddi við Egil Guðna Guðnason, skipstjóra, og spurði fyrst hvort ekki væri gott að vera kominn aftur á sjó eftir stoppið.
„Jú það er ágætt. Það hefur verið spegilsléttur sjór allan þennan túr og það eru forréttindi að fá að vera á sjó í svona veðri. Það gekk líka vel að veiða. Við fórum í Skerjadýpið og fylltum skipið þar. Þetta er mest djúpkarfi og svolítið af gullkarfa og ufsa með,“ segir Egill Guðni.





















Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst
Ekki liggja fyrir nýjar mælingar
Hvað er sjóveiki?
Sjóveiki er misræmi milli skynfæra líkamans sem senda boð til heilans um hreyfingu – kyrrstöðu.
Þegar einstaklingur er úti á sjó þá nema skynjarar í vökvafylltum gangi í innra eyra hreyfingu og senda boð til heilans að einstaklingur sé á hreyfingu. Augun senda hins vegar boð til heilans um að viðkomandi sé kyrr. Heilinn á erfitt með að vinna úr þessum misvísandi og ósamræmdu upplýsingum og sendir skilaboð til magans um að tæma sig – þ.e. veldur uppköstum.
Einkenni sjóveiki eru þreyta, ógleði, svimi, svitakóf og uppköst.
Góð ráð til að hindra sjóveiki:
Lyf við sjóveiki þ.e. lyf sem slá á einkennin og fást án lyfseðils í apóteki.
Önnur ráð:
Hvar í skipinu er best að vera o.fl.
Þungun:
Þungaðar konur sem þjást af sjóveiki mega nota koffinátín í litlum skömmtum en best er að ráðfæra sig við lækni eða lyfjafræðing.
Þunguðum konum er ekki ráðlagt að nota engifer þar sem það er ekki staðfest hvort það geti haft skaðleg áhrif á fóstur.