„Við viljum minna á tónleikana okkar í Menningarhúsinu Kviku (leikhúsinu) í dag kl 16:00. Frítt inn & allir velkomnir,“ segir Jarl Sigurgeirsson, stjórnandi Lúðrasveitar Vestmannaeyja á Fésbókarsíðu sinni í dag.
Í annarri færslu segir Jarl: „Við í Lúðrasveit Vestmannaeyja og Lúðrasveit Reykjavíkur ákváðum nú fyrr í vetur að það væri gaman að hittast og spila saman nokkur skemmtileg lög og skella í smá tónleika. Þess vegna langar okkur að bjóða öllum gestum og gangandi á tónleika núna næstkomandi laugardag 4. mars,“ sem er í dag. Það má því búast við miklu fjöri í Kviku í dag og enn skal áréttað að FRÍTT er inn á tónleikana.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst