Eyjakonur unnu 3:2 sigur á Keflvíkingum í gær á Hásteinsvelli þegar liðin mættust í Pepsi Max deild kvenna. Nýr leikmaður ÍBV, Brenna Lovera, kom Eyjakonum yfir á 27. mínútu.
Eyjakonur komust aftur yfir á 52. mínútu þegar Sigríður Lára Garðarsdóttir skoraði. Cloé Lacasse skoraði svo þriðja mark ÍBV á 79.mínútu og endaði leikurinn 3:2 fyrir ÍBV. ÍBV fékk þar með sín fyrstu stig í fjórum leikjum og lyfta sér upp fyrir Keflvíkinga og í fimmta sætið með 12 stig.
Óþarflega spennandi í lokin
„Ég er óendanlega ánægður með stóran hluta leiksins,“ sagði Jón Ólafur Daníelsson, þjálfari ÍBV, við mbl.is eftir sigur ÍBV á Keflavík á Hásteinsvelli í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta í kvöld, leikurinn endaði 3:2. „Við gerðum þetta óþarflega spennandi hér í lokin en þetta voru vægast sagt sanngjörn úrslit, ég veit ekki hvað við brenndum af mörgum dauðafærum.“
Eyjakonur voru að spila mjög vel á löngum köflum og þá sérstaklega í fyrri hálfleik en þrátt fyrir það var staðan 1:1 í hálfleik. „Við áttum bara að klára þennan leik í fyrri hálfleik en fyrri hálfleikurinn var svona svipaður eins og sumarið hefur verið, þetta hefur verið mikið stöngin út en sem betur fer náðum við að klára þetta og tökum það með okkur í næsta leik,“ sagði Jón Ólafur eftir sigurleikinn við mbl.is
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst