Kvennalið ÍBV tekur á móti Aftureldingu í dag á Hásteinsvelli í Valitorbikarkeppninni en leikurinn hefst klukkan 16:00. Sigurvegari leiksins kemst í undanúrslit keppninnar en Fylkir, Valur og KR hafa þegar tryggt sér sæti þangað. Flestir reikna sjálfsagt með sigri ÍBV, enda liðið í þriðja sæti Pepsídeildarinnar á meðan Afturelding er í næst neðsta sætinu. Hins vegar er það þekkt staðreynd að í bikarkeppninni getur allt gerst og eins gott fyrir leikmenn ÍBV að vera á tánum.