Maggý Ve 108 komin til Eyja
19. júlí, 2012
Vel gekk að draga Maggý VE til hafnar. Í fyrstu tók björgunarbáturinn Þór, Maggý í tog, en Lóðsinn dró bátinn lokaspölinn til Eyja. Eldur kviknaði í vélarrúmi bátsins um ellefu leytið í morgun. Óskar Pétur Friðriksson fór út með björgunarbátnum Þór í morgun og tók þessar myndir af heimferð Maggýar og heimkomunni. Og það urðu að fagnaðarfundir á bryggjunni þegar skipverjarnir sjö stigu á land, en þar voru fjölskyldur þeirra og vinir mættir á bryggjuna.
Mest lesið
viðburðir
Fylgstu með

Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst