Það má segja að Eyjamenn hafi ekki verið beint í hátíðarskapi þegar Valsmenn fögnuðu 100 ára afmæli félagsins með heljar mikilli veislu í dag. Hápunkturinn átti svo að vera leikurinn gegn ÍBV en eins og gefur að skilja var völlurinn troðfullur af áhorfendum. Eyjamenn léku manni færri rúman hálfan leikinn og allt leit út fyrir að 0:0 yrði niðurstaðan en í uppbótartíma tók Þórarinn Ingi Valdimarsson til sinna ráða og negldi boltanum upp í samskeytin frá vítateigslínunni, algjörlega óverjandi en það var eina mark leiksins.