20 ára afmælistónleikar Todmobile í Höllinni í gær ollu ekki vonbrigðum. Sveitin sýndi að hún hefur engu gleymt, frekar bætt í ef eitthvað var og öll bestu lögin voru flutt óaðfinnanlega. Todmobile leggur mikið upp úr tónleikunum, mikil ljósadýrð og tveimur frábærum bakraddasöngkonum hefur verið bætt við. Þannig að úr varð ein allsherjar veisla fyrir augu og eyru og má búast við að stemmningin á stórdansleik sveitarinnar í kvöld, verði mögnuð.