Byrjað er að veiða makríl við Vestmannaeyjar og hafa að minnsta kosti þrjú skip þegar landað afla hjá Vinnslustöðinni en veiðar og vinnsla hefjast þó ekki af krafti fyrr en eftir helgi. Makríltorfur hafa sést við Eyjar í dag. Ísleifur VE og Kap VE fóru í gær á veiðar og fengu afla skammt frá Eyjum. Sindri Viðarsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Vinnslustöðvarinnar, sagði að þetta hefði einkum verið gert til að prófa vinnslulínuna sem hefur verið breytt nokkuð frá því í fyrra. Ekki er gert ráð fyrir að vinnsla hefjist fyrr en eftir sjómannadag, sem er á sunnudag.