Jæja nú er makríllinn að gefa sig til. Fréttir eru af góðri veiði í Grindavíkurdýpi. Þórunn Sveinsdóttir fór til veiða í gær og er að landa 50 tonnum af makríl. Þeir eru með 1440 troll í láni frá Huginn og það virðist vera að virka hjá Viðari og félögum. Trollararnir fengu ýsuskot í vikunni fyrir austan og lönduðu allir fullfermi á miðvikudag og fimmtudag.
Skráðu þig á fáðu nýjustu tilkynningar fyrst